top of page
IMG_7036.jpg

ÚTGEFIÐ EFNI

Handbók og BSc skýrsla

Published work: Recognitions

BSc skýrsla

HI_edited.jpg

Samspil sjávar og basaltglers í Surtsey og
áhrif þess á efnasamsetningu vatnsins í
jarðhitakerfi eyjunnar

Jarðhitakerfið í Surtsey hefur mikið verið rannsakað og boruð var hola SE01 árið 1979 og hafa gögn úr þeirri holu bæði borkjarni og vatnssýni varpað heilmiklu ljósi á myndun móbergs. Borað var í eyjuna aftur sumarið 2017 þá voru þrjár holur boraðar, tvær lóðrétt niður og ein skáhallandi. Í þessari ritgerð verður farið yfir efnafræði móbergsmyndunar og jarðhitakerfi í Surtsey lýst. Farið verður yfir þær steindir sem fundist hafa í fyrri rannsóknum. Rýnt er síðan í efnagreiningu á sýnum af jarðsjó sem tekin voru í skáhallandi holunni sem ber nafnið SE03. Gerð voru þrjú módel við 50°C, 100°C og 150°C fyrir efnafræði jarðsjávar á svæðinu og þróun þess með mismunandi hlutfalli basaltglers og sjávar. Gögnin eru síðan borin saman við módelið og áætlað hvert hlutfall basaltglers og sjávar er og hversu mikil áhrif uppleysing basaltglers í jarðhitakerfinu hefur á efnasamsetningu jarðhitavökvans í kerfinu. Þessi ritgerð er mitt framlag til rannsóknarverkefnisins er varðar borunina 2017.

Handbók í Hagsmunagæslu fyrir Umhverfið

handbook2.PNG

Árið 2020 gáfu Ungir umhverfissinnar út handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið.

Höfundar eru Pétur Halldórsson og ég Þorgerður M Þorbjarnardóttir.

Bókin er skrifuð til að gera hagsmunagæslu aðgengilegri fyrir ungt fólk með aðferðum sem byggjast á reynslu sem við, höfundarnir, höfum aflað okkur í gegnum starf fyrir samtökin.

Dæmi um það sem finna má í handbókinni:

  • Hvernig á að skrifa opinberar athugasemdir

  • Hvernig ungt fólk getur aukið áhrif sín og trúverðugleika í samskiptum við stjórnvöld

  • Upplýsingar um stjórnkerfi og lýðræðislegt lögmæti

Published work: Skills
bottom of page