top of page
LS20240326115307_edited.png

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Environmental Advocacy

Phone:

8958894

Email:

Date of Birth:

27. April 1995

Roles and responsibilities

LANDVERND

maí 2022 - maí 2024

Ég er í stjórn Landverndar, Umhverfissamtaka Íslands sem er íslenskur meðlimur samtakanna IUCN. Landvernd eru umhverfisverndarsamtök með aðsetur í Reykjavík. Landvernd var stofnuð árið 1969 með megináherslu á náttúruvernd, einkum á vernd jarðvegs og gróðurs.

Samband íslenskra sveitarfélaga

September 2022 - 

Núverandi starf mitt er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem aðstoðarmaður sérfræðings í umhverfis og úrgangsmálum. Sambandið beitir sér fyrir hagsmunum sveitarfálaga.

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

júlí - september 2019, 2020 og 2021

Ég vann sem Landvörður á ýmsum stöðum austur á hálendi Íslands, aðallega í Kverkfjöllum og í gestastofu Snæfellsstofu. Starfið er mjög fjölbreytt og um er að ræða líkamlegt starf, fylgjast með breytingum í náttúrunni og fræða gesti þeim til ánægju og öryggis. Starfið sem landvörður hefur gert mér kleift að dýpka skilning minn á tengslum manns og náttúru og miðla þekkingu minni í gegnum fræðslugöngur sem landverðir veita.

UNGIR UMHVERFISSINNAR

2014-2016 og 2019-2021

Var kjörinn sem:

Stjórnarmaður 2014-2015

Stjórnarmaður 2015-2016

Gjaldkeri 2019-2020

Formaður 2020-2021

Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök með það að meginmarkmiði að gefa ungu fólki vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samspil samfélagsins við náttúruna.

Starfið var að mestu sjálfboðaliðastarf en ég hef gert sérstaka samninga við félagið um verkefni, þann stærsta í janúar og febrúar 2020 við skrif á Handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfismál.

Farðu á opinbera heimasíðu samtakanna til að fræðast meira um starf þess og áhrif.

TIN CAN FACTORY TUNGUMÁLASKÓLI

október 2020 - maí 2021

Ég vann í Tin Can Factory Tungumálaskólanum í hlutastarfi við að kenna innflytjendum sem hafa ekki haft tækifæri til að læra að lesa og skrifa.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

júní - ágúst 2018

Starfaði sem skálavörður í tveimur gönguskálum, Landmannalaugum og Þórsmörk. Skálaverðir halda húsnæðinu hreinu og veita gestum ráðleggingar og upplýsingar um öryggi og núverandi aðstæður á gönguleiðum.

JARÐVÍSINDADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS

júní 2017 - maí 2019

Byrjaði á þessu verkefni sem sumarstarfsmaður og hélt áfram í hlutastarfi á meðan á BA námi stóð. Unnið í verkefni þar sem jarðskjálftamyndir sem einungis voru skráðar á pappír voru gerðar aðgengilegar almenningi á netinu.

Education

MPHIL Í LEIÐTOGANÁMI TIL NÁTTÚRUVERNDAR, HÁSKÓLINN Í CAMBRIDGE

2021-2022

Lauk námi við Háskólann í Cambridge haustið 2022. Námið er þverfaglegt nám sem leggur áherslu á leiðtogaeiginleika, félagsvísindi og náttúruvernd um heim allan. Í náminu voru 21 nemendur frá 19 löndum og hef ég fengið mikla innsýn inn í heimsmálin er varða náttúruvernd og loftslagsmál. Í náminu var lögð áhersla á alþjóðasamninga er snúa að náttúru og loftslagi en litið er á málefnin sem tvær hliðar á sama teningnum.

BSC Í JARÐFRÆÐI HÁSKÓLI ÍSLANDS

2016-2019

Lauk BSc gráðu í jarðfræði vorið 2019. Ég skrifaði ritgerð um víxlverkun sjávar og basaltglers í Surtsey og áhrifin sem það hefur á jarðsjóinn innan eyjarinnar.

Nám í jarðfræði á Íslandi gaf mér mörg tækifæri til að fylgjast virkilega með núverandi rannsóknum, aðallega í eldfjallafræði og jarðhitavirkni.

bottom of page