Fréttablaðið
14. desember 2021
Náttúruvernd og aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum eru lamaðar af draumnum um lausnir þar sem allir vinna. Win-Win lausnir eru ekki til og við þurfum að ákveða hver greiðir fyrir nauðsynlegar breytingar. Frábær innsýn sem ég fékk úr fyrirlestri frá Bhaskar Vira beitt í íslensk stjórnmál.
Vísir
20. maí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra á Íslandi. Hún tók fram að skipulögð glæpastarfsemi væri að aukast á Íslandi og sagði að við þyrftum að hafa meira höft á landamærunum. Í greininni er glæpurinn sem gerist á Íslandi borinn saman við glæpinn að vísa flóttamönnum aftur til Grikklands þegar þeir sækja um hæli á Íslandi.
Fréttablaðið
18. mars 2021
Áform um byggingu 220kV raflínu á Reykjanesskaga fara ekki eftir umhverfisverndarlögum. Greinin geymir upplýsingar um hvers vegna og þá ábyrgð sem hvílir á framkvæmdaraðila og þeim sveitarfélögum sem í húfi eru.
VÍSIR
9. mars 2021
Grein skrifuð sem hluti af herferð frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar á Íslandi sem miðar að því að vekja athygli á loftslagskrísunni. Greinin tengir saman hvers vegna við viljum takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C, til að tryggja að við lágmarkum skaðann sem við erum að valda vistkerfunum. Lausnir til að draga úr losun koltvísýrings sem annars valda skaða á vistkerfunum bæta gráu ofan á svart.
VÍSIR
10. desember 2020
Grein skrifuð í samvinnu við formann ungmennafélagsins í 4x4 klúbbnum Baldvin Ari Jóhannesson. Umræðan um lagatillöguna frá umhverfisráðherra hefur einkennst af skoðanaskiptum tveggja hópa sem eiga margt sameiginlegt. Okkur þykir öllum mjög vænt um íslenska hálendið. Umhverfissamtök ungmenna telja upp hvers vegna þeir styðja tillöguna og ungmennafélag 4x4 hvers vegna þeir eru á móti henni. Hóparnir tveir telja síðan upp hvað þeir eru sammála um.
VÍSIR
19. október 2020
Er stjórnslýslan í molum? Grein um hvers vegna stjórnarhættir á Íslandi eru ekki færir um að takast á við loftslagsbreytingar þegar ekki eru næg samskipti milli sveitarfélaga og landsvísu. Nýlegt dæmi snýst um a skatt sem stjórnvöld hafa ekki sett á úrgang sem fer á urðunarstað.
KJARNINN
16. október 2020
Á Íslandi fer mikil orka í að tala um hverfandi jökla. Loftslagsbreytingar hafa mun skelfilegri afleiðingar á fólk sem þarf að flýja heimili sín og aðstæður versna nær miðbaug og við berum ábyrgð. Grein sem fjallar að mestu um Kiribati-eyjar og neyðarástandið sem þær standa frammi fyrir, jafnvel þó þær eigi ekki stóran þátt í kolefnislosun heimsins.
VÍSIR
17. september 2020
Þórdís Kolbrún Ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland. Grein um óreiðukenndar stefnur sem íslensk pólitík tekur í kringum orkuviðskipti á Íslandi vegna ekki skýrrar áætlunar um notkun og framleiðslu.
The Circle - WWF
31. mars 2020
Umdeild áform um byggingu Hvalárvirkjunar á Vestfjörðum hafa vakið athygli Ungra umhverfissinna. Áformin fela í sér að stífla þrjár mismunandi ár við sveitarfélagið Árneshrepp til að framleiða 55 megavött af afli. Ég hef áhyggjur af því að framkvæmdin muni eyðileggja einstök víðerni með óafturkræfum hætti. Ég mótmæli því að unga kynslóðin hafi ekkert að segja um málið á meðan 43 íbúar sveitarfélagsins (og aðrir sem standa til haga) taki allar ákvarðanir.
VÍSIR
4. febrúar 2020
Þjóðgarður til framtíðar. Hverjir eru kostir og gallar við að gera íslenska hálendið í heild að þjóðgarði og hvers vegna við ættum að gera það.
Skrifuð í samvinnu við Egill Ö. Hermannsson
FRÉTTABLAÐIÐ
20. nóvember 2019
Borgarafundur og hvað svo? Grein sem fjallar um borgarafund sem haldinn var í ríkissjónvarpinu og ég velti fyrir mér hver sé æskileg niðurstaða af slíkum fundi. Það er ekki nóg að tala um hvers vegna loftslagsbreytingar eiga sér stað og hver frá fortíðinni ber ábyrgð. Við þurfum að skoða losun okkar og bregðast við núna.
FRÉTTABLAÐIÐ
30. október 2019
Ég er að verða mjög þreytt á að vera sagt að ég skilji ekki eitthvað sem ég þekki vel. Greinar um hvernig ungmenni eru oft vanmetin á sama tíma og ætlast er til þess að þau tjái sína eigin rödd í hinu flókna kerfi íslenskrar stjórnsýslu. Í greininni er lögð áhersla á að ungt fólk getur og ætti að hafa meiri áhrif.