top of page
20200429_151443.jpg

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Ég er 27 ára náttúruverndarsinni, jarðfræðingur, sit í stjórn Landverndar og er fyrrverandi formaður Ungra umhverfissinna. Á þessari vefsíðu er hægt að fylgjast með starfi mínu og skoða ferilinn minn.

Home: Welcome
krakki.jpg

Um mig

Ég er uppalin á Egilsstöðum og frá unga aldri hef ég haft yndi af náttúru og náttúrufræðum. Ég er menntaður Jarðfræðingur og hef einnig lokið leiðtoganámi til náttúruverndar við Háskólann í Cambridge. Ég nýti mér þekkingu á náttúru, á stjórnsýslu og góðri samskiptahæfni til þess að gæta hagsmuna náttúrunnar. Í barnæsku upplifði ég það þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð og hvernig það skipti samfélaginu í tvennt. Ég hef unnið sem landvörður á austur hálendinu og ferðast reglulega um svæðið. Það er markmið mitt að gæta þess að slík eyðilegging endurtaki sig aldrei og ég stend vörð um bæði líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni.

Home: About Me
fjardarheidi

Starfsreynsla

Stöður og ábyrgð

Home: Experience

LANDVERND

maí 2022 - maí 2024

Ég er í stjórn Landverndar, Umhverfissamtaka Íslands sem er íslenskur meðlimur samtakanna IUCN. Landvernd eru umhverfisverndarsamtök með aðsetur í Reykjavík. Landvernd var stofnuð árið 1969 með megináherslu á náttúruvernd, einkum á vernd jarðvegs og gróðurs.

Samband íslenskra sveitarfélaga

September 2022 - 

Núverandi starf mitt er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem aðstoðarmaður sérfræðings í umhverfis og úrgangsmálum. Sambandið beitir sér fyrir hagsmunum sveitarfálaga.

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

júlí - september 2019, 2020 og 2021

Ég vann sem Landvörður á ýmsum stöðum austur á hálendi Íslands, aðallega í Kverkfjöllum og í gestastofu Snæfellsstofu. Starfið er mjög fjölbreytt og um er að ræða líkamlegt starf, fylgjast með breytingum í náttúrunni og fræða gesti þeim til ánægju og öryggis. Starfið sem landvörður hefur gert mér kleift að dýpka skilning minn á tengslum manns og náttúru og miðla þekkingu minni í gegnum fræðslugöngur sem landverðir veita.

UNGIR UMHVERFISSINNAR

2014-2016 og 2019-2021

Var kjörinn sem:

Stjórnarmaður 2014-2015

Stjórnarmaður 2015-2016

Gjaldkeri 2019-2020

Formaður 2020-2021

Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök með það að meginmarkmiði að gefa ungu fólki vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samspil samfélagsins við náttúruna.

Starfið var að mestu sjálfboðaliðastarf en ég hef gert sérstaka samninga við félagið um verkefni, þann stærsta í janúar og febrúar 2020 við skrif á Handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfismál.

Farðu á opinbera heimasíðu samtakanna til að fræðast meira um starf þess og áhrif.

TIN CAN FACTORY TUNGUMÁLASKÓLI

október 2020 - maí 2021

Ég vann í Tin Can Factory Tungumálaskólanum í hlutastarfi við að kenna innflytjendum sem hafa ekki haft tækifæri til að læra að lesa og skrifa.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

júní - ágúst 2018

Starfaði sem skálavörður í tveimur gönguskálum, Landmannalaugum og Þórsmörk. Skálaverðir halda húsnæðinu hreinu og veita gestum ráðleggingar og upplýsingar um öryggi og núverandi aðstæður á gönguleiðum.

JARÐVÍSINDADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS

júní 2017 - maí 2019

Byrjaði á þessu verkefni sem sumarstarfsmaður og hélt áfram í hlutastarfi á meðan á BA námi stóð. Unnið í verkefni þar sem jarðskjálftamyndir sem einungis voru skráðar á pappír voru gerðar aðgengilegar almenningi á netinu.

SÓLBORG LEIKSKÓLI

Sept 2015 - maí 2016

Starfaði sem leiðbeinandi í leikskólanum Sólborg í Reykjavík. Ég var aðallega á deild með 2-3 ára krökkum. Sólborg er sérhæfður leikskóli fyrir krakka með sérstakar þarfir.

Home: Education
kverkfjallarani

MENNTUN

Skólaferill

MPHIL Í LEIÐTOGANÁMI TIL NÁTTÚRUVERNDAR, HÁSKÓLINN Í CAMBRIDGE

2021-2022

Lauk námi við Háskólann í Cambridge haustið 2022. Námið er þverfaglegt nám sem leggur áherslu á leiðtogaeiginleika, félagsvísindi og náttúruvernd um heim allan. Í náminu voru 21 nemendur frá 19 löndum og hef ég fengið mikla innsýn inn í heimsmálin er varða náttúruvernd og loftslagsmál. Í náminu var lögð áhersla á alþjóðasamninga er snúa að náttúru og loftslagi en litið er á málefnin sem tvær hliðar á sama teningnum.

BSC Í JARÐFRÆÐI HÁSKÓLI ÍSLANDS

2016-2019

Lauk BSc gráðu í jarðfræði vorið 2019. Ég skrifaði ritgerð um víxlverkun sjávar og basaltglers í Surtsey og áhrifin sem það hefur á jarðsjóinn innan eyjarinnar.

Nám í jarðfræði á Íslandi gaf mér mörg tækifæri til að fylgjast virkilega með núverandi rannsóknum, aðallega í eldfjallafræði og jarðhitavirkni.

MENNTASKÓLINN Í HAMRAHLÍÐ

Útskrift, vor 2015

Lauk framhaldsskóla við Menntaskólann í Hamrahlíð. Á menntaskólagöngu minni tók ég 11. bekk í Alpha Secondary School, Vancouver, BC, Kanada og annað ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Síðustu tvö ár lauk ég sem fyrr segir við Menntaskólann í Hamrahlíð.

EGILSSTAÐASKÓLI

2001-2011

Lauk 1-10 bekk í Egilsstaðaskóla

bottom of page