Fimmtudaginn 28. janúar 2021 hélt Arctic Youth Network fjórða viðburðinn sinn sem þau kölluðu Arctic Youth Networks Webinar. Viðburðurinn fjallaði um Umhverfisleiðtoga. Fundaröðin fjallaði um náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum ásamt því að ræða rótgróna landnotkun og nálgun náttúrunnar frá sjónarhóli ungmenna. Markmiðið var að sýna norðurslóðir, ekki eingöngu sem svæði sem þarfnast inngripa og aðstoðar heldur einnig sem lifandi svæði sem þó þarf að standa vörð um fyrir ágangi mannsins. Grein um fyrirlesturinn má finna hér.
top of page
bottom of page
コメント